Fréttir

A-ONE fréttir 2012 /Ítalíu

15.11.2012

Þátttakendur voru víðsvegar að og má m.a. nefna iðjuþjálfa frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Brazilíu, Indlandi og Spáni, auk Ítalanna. Hollenskur kennari tók þátt í kennslunni ásamt Valerie frá Sjálfsbjargarheimilinu og Guðrúnu frá Grensásdeild LSH.
200   Fyrirlestur hjá Guðrúnu
Patrizia Ianes ítalsk-kanadískur iðjuþjálfi frá Torontó skipulagði og túlkaði ítalska námskeiðið. Hún stjórnar einnig þýðingum á hugtökum matstækisins. Patrizia hefur hafið þjálfunarprógram til að geta tekið yfir A-ONE kennsluna á Ítalíu.  Patrizia, sem er með meistaragráðu í „Cognitive sciences“ frá Bretlandi tók þátt í A-ONE námskeiðinu sem haldið var á Grensásdeild í nóvember 2011. Íslenskir iðjuþjálfar sem tóku þátt í námskeiðinu muna því vafalaust eftir henni.
500 
Patrizia vinnur að undirbúningi kennara fyrir kennsluna. Esther frá Hollandi hjálpar til.

Skipulagning næsta námskeiðs sem haldið verður á Ítalíu 2013 er hafin. Í millitíðinni mun Patrizia halda áfram A-ONE leiðbeinenda þjálfun sinni í Toronto undir leiðsögn Dr. Glen Gillen frá Kólumbíu háskóla í New York.

Valerie Harris

300                 400
Eyðublöð fyllt út eftir myndbandsáhorf         Nemendur æfa sig í prófatriðum undir leiðsögn Valerie