Fréttir

Kæri iðjuþjálfi! 

Ert þú tilbúinn til starfa í þágu Iðjuþjálfafélagsins og iðjuþjálfunar á Íslandi ? 

11.2.2016


Á Framtíðarþingi Iðjuþjálfafélagsins kom meðal annars fram að þátttakendur á þinginu væntu þess að félagið efldi samheldni og væri sameiningartákn iðjuþjálfastéttarinnar, stuðlaði að samstöðu og samvinnu og hvetti félagsmenn til virkrar þátttöku í félagsstarfi.

Á aðalfundi sem fram fer á Hótel Örk, laugardaginn 5. mars kl. 9 – 10:30, verður kosið í stjórn og nefndir félagsins.

Nú er því tækifærið til að gefa kost á sér til starfa hjá félaginu:

Kjörnefnd kallar hér með eftir framboðum í eftirtaldar nefndir:

  • Stjórn: Tveir aðalmenn og einn varamaður

  • Kjaranefnd: Þrír nefndarmenn

  • Fræðslu- og kynningarnefnd: Tveir nefndarmenn

  • Ritnefnd: Einn nefndarmaður 

Allar upplýsingar um starf nefndanna má finna í handbók félagsins á innri vef
Hvetjum áhugasama til að kynna sér hvert hlutverk nefnda og lengd kjörtímabila í hverri nefnd er. Einnig er í
handbókinni yfirlit yfir greiðslur fyrir störf í þágu félagsins. Vakin er athygli á að þær voru síðast ákvarðaðar í febrúar 2013 og er á dagskrá nýrrar stjórnar að fara yfir þær sem og ljúka heildarendurskoðun handbókarinnar sem núverandi stjórn hefur unnið að sl. vikur.


Vinsamlegast sendið tilkynningu um framboð ásamt stuttri kynningu, s.s. vinnustað og útskrifarári, eigi síðar en
19.febrúar á ergobegga@visir.is

Bestu kveðjur,

kjörnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands   

Anna Alexandersdóttir, Berglind Indriðadóttir og Guðrún Friðriksdóttir