Fréttir

Hver er galdurinn?

Máling 11.október  um Bataskóla á vegum Geðhjálpar og Reykjavíkurborgar

26.9.2016

 

Hver er galdurinn?

Hvað er bataskóli (Recovery College)?
Hvaða árangri hafa bataskólar skilað fólki með geðrænan vanda, aðstandendum, fagfólki og nærsamfélaginu?
Hvers vegna er þörf á bataskóla á Íslandi?

Málþing um bataskóla á vegum Geðhjálpar og Reykjavíkurborgar í Gullteigi, Grand Hótel 11. október 2016

Fundarstjóri, Sigríður Arnardóttir.

13.00 – 13.10                                                 Ávarp
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.

13.10 – 13.20                                                 Hvers vegna bataskóli?
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar.

13.20 – 14.30                                                 Bataskólinn í Nottingham
Helen Brown, skólastjóri bataskólans í Nottingham, fjallar um batahugmyndafræði (recovery model), stofnun og starfsemi bataskólans í Nottingham http://www.nottinghamshirehealthcare.nhs.uk/nottingham-recovery-college

14.30 – 15.00                                                 Sýn nemenda/fræðara
Jafningjafræðari við bataskólann í Nottingham, segir frá reynslu sinni af námi og jafningjafræðslu við bataskólann.

15.00 – 15.25                                                 Kaffi

15.25 – 15.40                                                 Bataskóli á Íslandi
Kristjana Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, og Iðunn Antonsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, segja frá undirbúningi við stofnun bataskóla á Íslandi.

15:40 – 15.55                                                 Sýn notanda
Linda Dögg Hólm, ráðgjafi Geðhjálpar, reifar sjónarhorn notenda gagnvart bataskóla á Íslandi.            

15.55 – 16.30                                                 Pallborðsumræður
Kári Ragnars frá Klúbbnum Geysi, Edna Lupita  frá Hlutverkasetri, Svava Arnardóttir frá Hugarafli, Halldóra Pálsdóttir frá Vin, Lúðvíg Lárusson frá Geðheilsustöð Breiðholts og María Einisdóttir frá Landspítalanum segja frá batamiðaðri nálgun í starfsemi síns félags/úrræðis/stofnunar og sitja fyrir svörum.

 

Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á málþingið í gegnum  www.gedhjalp.is/skraning/radstefna/eða með því að senda tölvupóst með nafni þátttakanda  og  nafni og kennitölu greiðanda verkefnisstjori@gedhjalp.is.Aðgangseyrir kr. 2.000, frítt fyrir félaga í Geðhjálp. Hægt er að skrá sig í Geðhjálp á www.gedhjalp.is