Fréttir

Ný skýrsla um barnabætur

BSRB hefur látið vinna úttekt á fyrirkomulagi barnabóta

5.12.2019

Út er komin skýrsla um barnabótakerfið á Íslandi. BSRB lét vinna skýrsluna og höfundur hennar er Kolbeinn H Stefánsson. Hann kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að barnabætur hér á landi séu fyrst og fremst nokkurs konar fátæktarhjálp fyrir mjög tekjulágar barnafjölskyldur en í ljósi þess hve lágt skerðingarmörk bótanna liggja má vera ljóst að nokkur fjöldi lágtekjufjölskyldna fær skertar barnabætur.

Sjá nánar á heimasíðu BSRB.