Fréttir

Ný stjórn IÞÍ fundar

26.4.2021

Eins og lög IÞÍ gera ráð fyrir þá skal stjórn félagsins skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Stjórnin hittist á „skjánum“ þann 21. apríl síðastliðinn og ákvað eftirfarandi verkaskiptingu:

Þóra Leósdóttir formaður (sjálfkjörin á aðalfundi 2021)
Erna Sveinbjörnsdóttir varaformaður
Katrín Ósk Aldan Gunnarsdóttir gjaldkeri
Harpa Björgvinsdóttir ritari
Björg Jónína Gunnarsdóttir meðstjórnandi

Í 10.gr laga Iðjuþjálfafélags Íslands er kveðið á um stjórn félagsins og hlutverk hennar:

Stjórn IÞÍ fer með æðsta vald í öllum málefnum félagsins á milli aðalfunda og fylgir eftir lögum þess og samþykktum. Í stjórn eru auk formanns, varaformaður, gjaldkeri, ritari og meðstjórnandi. Varamenn eru tveir. Alla jafna er kosið um tvo aðalmenn í stjórn og einn varamann í hvert sinn. Kjörtímabilið er tvö ár. Stjórnin ber ábyrgð á störfum félagsins og formaður og varaformaður leiða samninganefndir þess. Varaformaður er staðgengill formanns.

Allir stjórnarmenn skulu vera með fulla aðild að félaginu. Breyti stjórnarmenn, aðrir en formaður aðild sinni á kjörtímabilinu er þeim heimilt að sitja í stjórn fram að næsta aðalfundi.

Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Stjórnarfundur telst löglegur ef minnst þrír fulltrúar sitja hann, þar af annað hvort formaður eða varaformaður. Einfaldur meirihluti stjórnar ræður úrslitum mála.