Fréttir

Samkomulag um vinnutíma á almennum markaði

7.1.2021

Samkomulag var gert um breytingu á kjarasamningi SA og nokkurra aðildarfélaga BHM fyrr í dag. Með breytingunni eru vinnutímaákvæði kjarasamningsins aðlöguð að vinnutímaákvæðum kjarasamninga skrifstofufólks á almennum vinnumarkaði en í framkvæmd hefur dagvinnutími víða verið samræmdur milli þeirra starfsmanna sem starfa eftir kjarasamningi þessum og þeirra sem starfa eftir kjarasamningum skrifstofufólks.

Samkomulagið varðar þá félagsmenn IÞÍ sem starfa eftir kjarasamningum félagsins við Samtök atvinnulífsins (SA). Sjá nánar frétt á vefsíðu BHM.