Fréttir

Samningar náðust við ríkið

3.4.2020

Skrifað var undir nýtt samkomulag við samninganefnd ríkisins (SNR) á hádegi í gær fyrir hönd IÞÍ, með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Tæplega 90 iðjuþjálfar starfa hjá stofnunum ríkisins. Samningaviðræður þeirra aðildarfélaga sem voru í samfloti svokölluðu BHM-11 höfðu staðið yfir í heilt ár en kjarasamningarnir voru lausir 1. apríl í fyrra. Staðan var orðin mjög þröng og það var niðurstaða samninganefndar IÞÍ að réttast væri að setja kjarasamninginn í atkvæðagreiðslu til félagsmanna því sýnt væri að ekki yrði lengra komist.

Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019 – 31. mars 2023. Atkvæðisbærir félagsmenn munu fá öll gögn (samning og kynningarefni) send í tölvupósti innan skamms auk leiðbeininga um rafræna kosningu. Brýnt er að netföng allra séu í lagi og virk þannig að við biðjum ykkur sem við á um að tilkynna Fjólu á sigl@bhm.is um breytingar.

Hlýjar kveðjur og farið varlega

Þóra Leósdóttir, formaður