Sjónaukinn 19-20 maí 2022
„Áskoranir framtíðarinnar: velferðarþjónusta í nærumhverfi“
Skráningarfrestur fyrir ágrip hefur verið framlengdur til 15. mars. Nú er kallað eftir ágripum erinda fyrir árlega ráðstefnu Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri sem ber heitið Sjónaukinn.
Ráðstefnan í ár ber yfirskriftina „Áskoranir framtíðarinnar:
velferðarþjónusta í nærumhverfi“ og verður haldin dagana 19. og 20. maí n.k.
Skráningarsíðuna má finna hér.
Aðalfyrirlesarar verða:
Dr. Anne Marie Mork Rokstad, prófessor við Háskólann í Molde og postdoktor við
Sjúkrahúsið í Vestfold, Noregi
Dr. Frida Andreasen, félagsfræðingur og postdoctoral rannsakandi, Department of
Medical and Health Sciences, Linköping, Svíþjóð
Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, iðjuþjálfi, MA í öldrunarfræðum
Dr. Jón Snædal, prófessor, sérfræðingur í öldrunarlækningum
Dr. Kristín Björnsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræðideild HÍ.
Við hvetjum alla áhugasama til að nýta tækifærið og vera með
á Sjónaukanum. Málstofuóskir má senda til formanns Sjónaukanefndarinnar
Kristínar Þórarinsdóttur (kristin@unak.is).
Í öllu falli er gott fyrir áhugasama að taka dagana frá.