Fréttir

Fundað með HA

27.9.2021

Allt frá 2019 hefur formaður IÞÍ, stjórn og fulltrúar nefnda átt starfsdag með kennurum við námsbraut í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fundanna er að efla samstarf og tengsl milli félagsins og námsbrautarinnar. 

Síðast liðinn föstudag var starfsdagurinn haldinn í Háskólanum á Akureyri.  Við áttum gott og gagnlegt samtal og margar hugmyndir ræddar. Helsta áskorunin á næstu misserum er að fjölga plássum á vinnustöðunum fyrir nema í vettvangsnámi. Markmiðið er að fá fleiri iðjuþjálfa á vettvangi til að verða leiðbeinendur.  Aðsóknin í námið hefur snaraukist og því vantar fleiri nemapláss! Það felast ýmsir möguleikar í því að vera leiðbeinandi, til dæmis fá þeir aðgang að matstækjum og námsefni gegnum HA. Þannig má líta á tímabilið sem kjörið tækifæri til sí- og endurmenntunar fyrir starfandi iðjuþjálfa. Einnig var rætt hvernig IÞÍ geti tekið betur á móti nýútskrifuðum iðjuþjálfum og stuðlað að því að þeim finnist þau tilheyra stéttinni strax frá byrjun. Góðar umræður voru líka um aðgengi í iðjuþjálfanáminu og þá í víðum skilningi þess orðs. 

Þátt tóku: Þóra Leósdóttir formaður, Erna Sveinbjörnsdóttir varaformaður, Katrín Ósk Aldan gjaldkeri, Harpa Björgvinsdóttir ritari og Björg Jónína Gunnarsdóttir meðstjórnandi. Erna Kristín Sigmundsdóttir og Hafdís Bára Óskarsdóttir mættu frá ritnefnd auk Arnþrúðar Eikar Helgadóttur og Kristínar Vilhjálmsdóttur úr fræðslunefnd. Kennarar við námsbrautina mættu einnig galvaskar: Sonja Stelly Gústafsdóttir deildarformaður, Sólrún Óladóttir, Bergljót Borg, Hulda Þórey Gísladóttir, verkefnastjóri vettvangsnáms, Linda Björk Ólafsdóttir, Sigrún Kristín Jónasdóttir og Hólmdís Freyja Methúsalemsdóttir, Björg Þórðardóttir gestalektor og Hafdís Hrönn Pétursdóttir, umsjónarkennari.