Fréttir

Þjónustuver BHM opnar á ný

14.5.2020

Vegna þeirra tilslakana sem sóttvarnarlæknir hefur kynnt verður þjónustuver BHM opnað fyrir félagsmenn mánudaginn 25. maí næstkomandi. Eftir að hafa afgreitt erindi félagsmanna gegnum síma, tölvupóst og netspjall á meðan þjónustuverið var lokað vegna COVID-19 eru félagsmenn boðnir velkomnir í hús frá og með þeim degi.

Úr frétt á www.bhm.is