Fréttir

MÁLÞING IÞÍ VERÐUR HALDIÐ ÞANN 28. OKTÓBER 2021

Fræðslunefnd IÞÍ kallar eftir erindum fyrir árlegt málþing í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar. Yfirskriftin í ár er ,,Vertu með. Vertu þú.“

15.9.2021

Kallað er eftir erindum! 

Fræðslunefnd IÞÍ kallar eftir erindum fyrir árlegt málþing í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar. Yfirskriftin í ár er ,,Vertu með. Vertu þú.“ Við óskum eftir iðjuþjálfum sem vilja kynna rannsóknir, verkefni, störf eða nýjungar sem ríma við yfirskriftina.

Vinsamlegast sendið ágrip eða lýsingu á efni og titil á fyrirlestri á netfangið idjuthjalfafelag@bhm.is merkt ágrip 2021 fyrir 29. september næstkomandi.

Fræðslunefnd Iðjuþjálfafélag Íslands