Fréttir

Vertu með. Vertu þú.

Málþing IÞÍ í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar

18.10.2021

Fræðslunefnd boðar til málþings þann 28. október frá kl. 15:00-17:15. Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er 27. október ár hvert og yfirskriftin að þessu sinni er „Vertu með. Vertu þú.“

Með því vilja iðjuþjálfar á heimsvísu vekja athygli á þeim krafti sem býr í fjölbreytileika og inngildingu (inclusion) þar sem við vinnum saman að því að byggja upp samfélag og seiglu. Þetta er sérlega mikilvægt á tímum ýmis konar hindrana og mótlætis.

Málþingið er ætlað iðjuþjálfum og öðru áhugasömu fólki og verður með blönduðu sniði þar sem annað hvort er hægt að mæta í fundarsalinn Ás að Borgartúni 6 eða taka þátt á TEAMS.  Dagskráin er einstaklega fjölbreytt í ár, ekkert þátttökugjald en nauðsynlegt að skrá sig hér

Dagskrá 

15:00 – 15:05 Málþingið sett
15:05 – 15:25 Hrefna Óskarsdóttir. Gleðiseðill Reykjalundar
15:25 – 15:45 Hólmfríður Einarsdóttir. Að halda þáttöku og hlutverki í kjölfar krabbameinsgreininga
15:45 – 16:05 Harpa Ýr Erlendsdóttir. Að taka stökkið og treysta á innsæið – vegferð sjálfstætt starfandi iðjuþjálfa
16:05 – 16:15 Kaffihlé
16:15 – 16:35 Lilja Ingvarsson. Innleiðing breyttrar þjónustu á hjúkrunarheimili
16:35 – 16:55 Andrea Björt Ólafsdóttir. Vertu kynveran þú - vertu með í að stunda kynlíf
16:55 – 17:15 Eygló Daníelsdóttir. Ungmennahópur geðheilbrigðisþjónustu HSA
17:15 Málþingi slitið