Fréttir

Viltu hafa áhrif? Nú er tækifæri!

Iðjuþjálfafélag Íslands leitar að fulltrúum til að sitja í stjórnum og nefndum félagsins!

18.2.2020

Kæri félagsmaður!

Á hverju ári sameina fjölmargir iðjuþjálfar krafta sína og taka að sér trúnaðarstörf í þágu félagsins og fyrir það erum við þakklát. Starfsemi og framþróun IÞÍ byggir á þátttöku iðjuþjálfa í starfi þess. Þú getur haft áhrif með því að bjóða fram krafta þína. Vertu með og láttu í þér heyra – þín rödd skiptir máli!

Kosið verður í stjórn og nefndir á aðalfundi IÞÍ þann 13. mars næstkomandi. Helstu upplýsingar um hlutverk og störf nefnda má finna í handbók félagsins á innri vef heimasíðunnar (www.ii.is). Hvetjum áhugasama til að kynna sér hlutverk nefnda og lengd kjörtímabila í hverri nefnd. Í handbókinni er einnig yfirlit yfir greiðslur fyrir störf í þágu félagsins.

Óskað er eftir framboðum í eftirtalin sæti:
Stjórn: Tveir aðalmenn og einn varamaður
- Kjaranefnd: Tveir aðalmenn
Fræðslu- og kynningarnefnd: Einn aðalmaður og þrír aðalmenn fyrir Norður- og Austurland.
Ritnefnd: Tveir nefndarmenn
Öldrunarráð Íslands: Aðalfulltrúi
Siðanefnd (skipað til tveggja ára): Þrír aðalmenn og einn varamaður
Stjórn fræðslusjóðs (skipað til þriggja ára): Tveir fulltrúar
WFOT: Einn fulltrúi
Skoðunarmenn reikninga: Tveir fulltrúar

Vinsamlegast tilkynnið framboð ásamt stuttri kynningu, s.s. vinnustað og útskriftarár
eigi síðar en 24. febrúar á helgakristin@greining.is

Bestu kveðjur frá kjörnefnd Iðjuþjálfafélags Íslands árið 2020

Aníta Stefánsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Helga Kristín Gestsdóttir