Fréttir

vísindaferð iðjuþjálfafélagsins

4.10.2018

Þá er komið að annarri vísindaferð iðjuþjálfafélagsins fyrir þá sem eru í félaginu. Hún verður haldin 11. október næstkomandi. Kjörið tilefni til þess að hittast og fræðast. Ásamt því að skerpa á gömlum tengslum og mynda ný :)
Við ætlum að fara á tvo staði, Janus og Hlutverkasetur. Við byrjum á því að hittast í Janus endurhæfingu (Skúlagötu 19) kl: 16.15 - 17.15 og stefnum á að eyða klukkutíma þar. Því næst rölltum við yfir í Hlutverkasetur til Ebbu (Borgartúni 1) frá kl 17.30 - 19.15. Léttar veitingar verða í boði og þeir sem hafa áhuga á að halda áfram gleðinni geta svo rölt saman á KEX hostel að loknum kynningum.
Við biðjum þá sem ætla að mæta að skrá sig á viðburðinn á Facebook, við getum ekki haldið vísindaferðina nema amk 30 skrái sig - skráning HÉR