Fréttir

Yfirlit ritrýndra greina

9.6.2021

Nú er hægt að finna hér á heimasíðu IÞÍ yfirlit með tilvísunum í birtar ritrýndar greinar þar sem íslenskir iðjuþjálfar eru höfundar. Öll byggjum við störf okkar á gagnreyndri þekkingu og viðurkenndu verklagi og því er mikilvægt að hafa upplýsingar um rannsóknastörf iðjuþjálfa aðgengileg fyrir félagsfólk IÞÍ, annað fagfólk og almenning. 

Sveinn Ólafsson formaður Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga var fenginn til að vinna upphafsgrunninn að yfirlitinu og veita ráðgjöf varðandi verkefnið og þökkum við honum fyrir vel unnið starf.

Á undirsíðunni „Fagið“ má finna síðurnar „Rannsóknir“ og þar undir yfirlit ritrýndra greina sem birst hafa í Iðjuþjálfanum og ofangreint yfirlit. Undir „Fræðileg rit“ eru upplýsingar um fræðilegar bækur og skýrslur þar sem iðjuþjálfar eru meðal höfunda eða sem varða fagið. 

Smellið hér til að komast á sporið!

Þóra Leósdóttir formaður IÞÍ