Iðjuþjálfun á taugasviði
Faghópur um iðjuþjálfun fólks með skerta taugastarfsemi var stofnaður mánudaginn 27. apríl, 2009. Á fyrsta fundinum voru rædd markmið hópsins og væntingar fundarmanna til samstarfsins.
Helstu markmið faghópsins eru:
- Viðhalda og efla þekkingu og færni iðjuþjálfa sem starfa með fólki með iðjuvanda vegna skertrar taugastarfsemi.
- Gagnkvæm upplýsingamiðlun og skoðanaskipti, þannig að allir leggi eitthvað af mörkum og græði á samstarfinu.
- Vekja athygli á nýrri þekkingu.
- Hvetja til umræðu um áherslur í þjónustu iðjuþjálfa við þennan skjólstæðingshóp.
Tengiliðir hópsins eru Erica do Carmo Ólason, Sigrún Garðarsdóttir og Valerie Harris. Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig í faghópinn eða vilja fræðast nánar um starfið geta haft samband við þær.