Fræðilegar bækur og skýrslur
Innlent og erlent fræðilegt efni þar sem íslenskir iðjuþjálfar eru höfundar
2020 Handleiðsla til eflingar í starfi
Í þessari bók fjalla sautján sérfræðingar úr ólíkum faghópum um handleiðslu innan velferðarþjónustu og vinnumarkaðar. Sagt er frá hugmynda- og þekkingargrunni handleiðslufræða og hlutverki handleiðara. Handleiðari hefur menntun og færni til að hjálpa fagmanni til að laða fram það besta í sjálfum sér, njóta sín í starfi og sækja sér sérhæfingu í takti við þarfir og aðstæður í starfi.
Bókinni er ætlað að mæta brýnni þörf fyrir kennsluefni um handleiðslufræði handa fagfólki og háskólanemendum á sviði uppeldisstarfa, félags-, heilbrigðis- og menntavísinda. Jafnframt getur sú þekking um faghandleiðslu sem hér er að finna gagnast yfirmönnum og stjórnendum á sviði velferðar- þjónustu og í stofnunum atvinnulífs, stjórnunar, þróunar og þjónustu.
2020 NORRÆN SKÝRSLA: VIRÐI IÐJUÞJÁLFUNAR
Iðjuþjálfafélag Íslands ásamt félögum iðjuþjálfa á hinum Norðurlöndunum og fræðimönnum innan fagsins tóku saman skýrslu um virði iðjuþjálfunar út frá heilsuhagfræðilegu sjónarhorni.
Skýrslan Occupational
Therapy and Health Economics – A short introduction to health economics and
economic evidence for occupational therapy in the field of mental health during
working life and health of older people miðar að því að auka almenna
þekkingu á tengslum heilsuhagfræði og iðjuþjálfunar. Tvö svið þjónustu
iðjuþjálfa eru í brennidepli í skýrslunni - atvinnuþátttaka fólks í tengslum
við geðheilsu og heilsa aldraðra.
Hér má
nálgast útdrátt á pdf formi úr skýrslunni.
Hér má
nálgast skýrsluna á pdf formi.
2016 Skóli margbreytileikans - menntun og manngildi í kjölfar salamanca
Árið 1994 komu saman fulltúrar 92 ríkisstjórna og 25 félagasamtaka í borginni Salamanca á Spáni á heimsráðstefnu um menntun barna með sérþarfir. Á ráðstefnunni var samþykkt yfirlýsing sem átti eftir að marka tímamót í skólamálum.
Yfirlýsingin fjallaði um að almennir skólar skyldu vera fyrir öll börn, hvernig sem þau væru stödd, hvort heldur líkamlega, andlega, félagslega, tilfinningalega, með tilliti til tungumáls eða annarra þátta. Með þessari yfirlýsingu varð skóli án aðgreiningar að alþjóðlegri stefnu í menntamálum. Nú er tímabært að staldra við og spyrja: Hverju hefur stefnan skilað? Hvert er líklegt að hún leiði okkur?Í þessari bók fjalla sautján fræðimenn um hugmyndina og hugsjónina um skóla og samfélag án aðgreiningar út frá ólíkum sjónarhornum. Ritstjórar eru Dóra S. Bjarnason, Hermína Gunnþórsdóttir og Ólafur Páll Jónsson.
2014 LITRÓF EINHVERFUNNar
Í Litrófi einhverfunnar er fjallað um greiningu á einhverfu, orsakir hennar, framvindu og horfur, meðferð, þjónustu, fjölskyldur og viðhorf einhverfra. Sjónum er einkum beint að börnum og unglingum, en þó einnig að öðrum aldurshópum. Þá eru í bókinni nýjar upplýsingar um sögu einhverfu á Íslandi.
Bókin er hugsuð fyrir foreldra og aðra ættingja, einhverfa sjálfa, þá sem tengjast einhverfum í starfi, nemendur í framhaldsskólum og á neðri stigum háskóla, svo og aðra sem hafa áhuga á einhverfu. Bókin er samin af starfsmönnum Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins og gefin út af Háskólaútgáfunni. Ritstjórar eru Sigríður Lóa Jónsdóttir og Evald Sæmundsen.
2011 Iðja, heilsa og velferð: Iðjuþjálfun í íslensku samfélagi
Bókin fjallar um iðjuþjálfunarfagið. Hér má lesa hvernig iðjuþjálfar hugsa, hvað þeir gera og hvað mótar störf þeirra og faglegar áherslur. Þetta er fyrsta fræðilega ritið um iðjuþjálfun á íslensku og sem lýsir því hvernig alþjóðlegir straumar í faginu, þekking og fræði endurspeglast í íslenskum veruleika.
Bókin gefur innsýn í sögu iðjuþjálfunar og hvert fagið stefnir, hugmyndir og fræðasýn iðjuþjálfunar, aðferðir og verklag iðjuþjálfa í starfi og helstu áherslur og viðfangsefni iðjuþjálfa með ákveðnum hópum notenda og á mismunandi starfsvettvangi.
Fjórtán iðjuþjálfar rita í bókina, hver og einn sérfræðingur á sínu sviði. Bókin er ætluð nemum í iðjuþjálfun, starfandi iðjuþjálfum og öðru fagfólki í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Lögð er áhersla á að veita heildstæða sýn á samspil einstaklings, umhverfis og iðju, og auk þess aðgengilegar og áhugaverðar upplýsingar sem gagnast almennum lesendum.
2006 Fötlun - hugmyndir og aðferðir á nýju fræðasviði
Markmið bókarinnar er að kynna nýjar fræðahugmyndir og gera grein fyrir þeirri áskorun sem hin nýju fötlunarfræði fela í sér. Í fyrri hlutanum er þessum hugyndum lýst, hvernig þær tengjast hefðbundnum skilningi á fötlun og gerð er grein fyrir fjölbreyttum heimi fræðanna. Í síðari hlutanum er sjónum beint að því sem helst einkennir rannsóknir á fræðasviðinu, bæði í aðferðafræðilegu og siðferðilegu tilliti og meðal annars fjallað um það hvernig lífssögurannsóknum, matsrannsóknum og orðræðugreiningu hefur verið beint til að rannsaka fötlun og aðstæður fatlaðs fólks.
Níu höfundar rita í bókina, fræðafólk við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Kennaraháskóla Íslands. Ritsjóri verksins er Rannveig Traustadóttir, prófessor við Háskóla Íslands, en hún hefur birt rannsóknir sínar á sviði fötlunarfræða í fjölmörgum ritum hér á landi og á alþjóðavettvangi.
1990 The Brain and Behavior: Assessing cortical dysfunction through ADL
Höfundur er Guðrún Árnadóttir „The Brain and Behavior: Assessing Cortical Dysfunction through Activities of Daily Living“. Bókin var gefin út hjá C.V. Mosby bókaforlaginu í Bandaríkjunum, sem nú er Elsevier. Ógrynni af efni hefur verið gefið út með umfjöllun og tilvitnunum í efni bókarinnar, þeirra á meðal er fjöldi nýrra og nýlegra fræðibóka um iðjuþjálfun. Hér má finna bókina á Amazon
Sjá nánar frétt um 30 ára útgáfuafmæli hér