Rannsóknir

Greinar úr ritrýndum fræðiritum og ritstýrðum bókum

Í störfum sínum byggja iðjuþjálfar á gagnreyndum aðferðum og viðurkenndu verklagi innan iðjuþjálfunarfagsins og félags- og heilbrigðisvísinda almennt. Iðjuþjálfar hér á landi eru öflugir þegar kemur að rannsóknum, kennslu og fræðimennsku. IÞÍ leggur metnað í að hafa upplýsingar um rannsóknastörf iðjuþjálfa aðgengilegar fyrir félagsfólk, annað fagfólk og almenning. Það er von okkar að efnið hér á vefsíðunni nýtist sem skyldi.

Hér er annars vegar birt yfirlit yfir ritrýndar greinar sem birst hafa í Iðjuþjálfanum fagblaði og hins vegar yfirlit yfir ritrýndar greinar og ritstýrt fræðilegt efni þar sem iðjuþjálfar eru höfundar eða meðhöfundar. IÞÍ leitaði til Sveins Ólafssonar hjá Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga eftir ráðgjöf og tók hann að sér að þróa formið á yfirlitinu. Honum er þakkað samstarfið og vel unnið verk. Við þökkum einnig þeim iðjuþjálfum sem skráðu sínar tilvísanir en alls bárust um 130 tilvísanir í grunninn í upphafi (2021). Mun fleiri hafa síðan bæst við eftir því sem höfundar senda inn tilvísanir en þær má senda á sigl@bhm.is

Til baka Senda grein