Fréttir

Auglýst eftir styrkumsóknum

31.3.2021

Markmið sjóðsins er að styrkja iðjuþjálfa vegna rannsókna og þróunarverkefna, fræðslu- og kynningarefnis auk þátttöku á námskeiðum í þágu nefnda félagsins. Þannig er hugsunin að styrkja verkefni sem efla iðjuþjálfunarfagið og innra starf félagsins. Sjóðnum er ekki ætlað að styrkja iðjuþjálfa til endurmenntunar í eigin þágu, enda eru aðrir sjóðir ætlaðir til þess. Skuldlaust félagsfólk með fulla aðild eða fagaðild getur sótt um styrk úr sjóðnum.

Umsóknarfrestur fyrir vorúthlutun er 15. apríl. Allar nánari upplýsingar hér

Stjórn fagþróunarsjóðs IÞÍ