Fréttir
Leiðbeiningar um skólatöskur
Bæklingur nú fáanlegur í vefútgáfu
Iðjuþjálfar hafa gegnum tíðina gefið út leiðbeiningar um hvernig best er að stilla og raða í skólatöskur barna og ungmenna. Nú hafa leiðbeiningarnar verið endurskoðaðar og gefnar út rafrænt. Fræðslu- og kynningarnefnd félagsins sótti um styrk til verkefnisins í Lýðheilsusjóð og fékk úthlutað árið 2019. Sylvía Kristjánsdóttir grafískur hönnuður sá um útfærslu.
Hér má nálgast PDF útgáfu: Skólataskan
Hér má nálgast grein frá iðjuþjálfum um efnið: Notar barnið þitt skólatöskuna rétt?