Fréttir

Námskeið á vegum Geðhjálpar

22.8.2025

Það eru nokkur sæti laus á námskeið þar sem þátttakendur fá þjálfun í gagnlegum aðferðum í tengslum við raddir og aðra óhefðbundna skynjun. Þjálfunarnámskeiðið er á vegum Geðhjálpar og markhópurinn er starfsfólk í geðheilbrigðis- og félagsþjónustu. 

Meðfylgjandi eru upplýsingar um þjálfun í gagnlegum aðferðum í tengslum við raddir og aðra óhefðbundna skynjum sem Geðhjálp stendur fyrir nú í haust í samstarfi við Raddheyrendur í Danmörku (Danish Hearing Voices Network) og Trevor Eyles. Markhópur þjálfunarinnar er starfsfólk í geðheilbrigðis- og félagsþjónustu, raddheyrendur, aðstandendur og öll þau sem hafa áhuga á að læra og tileinka sér nýjar leiðir. Þjálfunin er yfir 80 klst. samtals og fer fram í þremur lotum: 1. til 5. september, 29. september til 3. október og 18. til 20. nóvember.

Hvert sæti kostar 150.000 kr. en öryrkjum, raddheyrendum og öðrum, sem kunna að hafa áhuga og gagn af þjálfuninni en fjárhagsaðstæður koma í veg fyrir það, stendur til að boða að sækja um gjaldfrjálsa þátttöku. Takmarkað magn sæta er í boði.

Hlekkur fyrir skráningu hér

Þörf fyrir samfélagsbreytingar: www.socialchange.is

Nánar um námskeiðið

Nánari upplýsingar:
Grímur Atlason grimur@gedhjalp.is
Svava Arnardóttir svava@gedhjalp