faghópur um iðjuþjálfun aldraðra (FIA)

Fram til ársins 2018 voru starfandi tveir hópar iðjuþjálfa í öldrun innan Iðjuþjálfafélags Íslands. Annars vegar hópur iðjuþjálfa sem vinna á hjúkrunarheimilum og hins vegar „stóri hópurinn“ sem í voru allir sem hafa áhuga á málefninu og vinna á hinum ýmsu stöðum þar sem eldra fólk nýtir þjónustu, eins og hjá seljendum hjálpartækja, á hjálpartækjasviði Sjúkratrygginga Íslands, dagþjálfun og sjúkrahúsum. Vorið 2018 vaknaði áhugi á að breyta þessu og sameina hópana í einn sem væri opinn öllum og stuðla að aukinni fræðslu og tækifærum til fagvinnu meðal allra iðjuþjálfa í öldrunarþjónustu.

Haldinn var stofnfundur 3. maí 2018. Þar var farið í stefnumótun fyrir hópinn, kosið í stjórn til næstu tveggja ára, nafn valið, Faghópur um iðjuþjálfun aldraðra (FIA) og kastað fram hugmyndum að verkefnum fyrir faghópinn. Þrír iðjuþjálfar skipa fagráðið og sitja í tvö ár í senn.

Hópurinn vill leggja aukna áherslu á faglega fræðslu á sviðinu, koma á samstarfi við námsbraut í iðjuþjálfunarfræði við Háskólann á Akureyri, vekja athygli á málefnum aldraðra og aðkomu iðjuþjálfa að öldrunarþjónustu og koma upp gagnabanka með fræðslu og efni sem nýtist í starfi iðjuþjálfa með öldruðum. Markmið Facebook hóps á vegum FIA er að vera vettvangur fyrir iðjuþjálfa og nema sem hafa áhuga á öldrunarmálum, til að deila hugmyndum, reynslu og áhugaverðu efni sem og til að leita ráða og upplýsinga. 

Áætlað er að halda fundi fjórum sinnum á ári, sambland af fræðslu og umræðum. Fundirnir eru haldnir í húsnæði BHM en einnig streymt rafrænt. Misjafnt er hvar fræðsluerindi eru haldin.

Í fagráði sitja nú Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Arndís Jóna Guðmundsdóttir og Guðrún Hildur Einarsdóttir

20. júní 2023/Guðrún Hildur Einarsdóttir

Til baka Senda grein