fræðslunefnd

Fulltrúar í fræðslunefnd eru fimm talsins og eru þeir kosnir á aðalfundi. Samkvæmt lögum IÞÍ er hlutverk fræðslunefndar að meta þörf félagsfólks fyrir fræðslu og standa að reglulegum málþingum, fræðslufundum og námskeiðum sem snerta iðjuþjálfunarfagið, félagsfólk og störf þeirra. Fulltrúar skipta með sér verkum í tengslum við undirbúning og framkvæmd fræðsluviðburða. Samráð skal haft við stjórn IÞÍ þegar um stærri viðburði er að ræða sérstaklega varðandi auglýsingar, miðlun og þætti sem varða fjárútlát.

Einn eða tveir ábyrgðarmenn eru fyrir hvert námskeið eða fræðslufund og skiptast fulltrúar á að sinna því starfi. Leitast skal við að skipulagning námskeiða sé að mestu í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands og Símenntun Háskólans á Akureyri. Málþing að hausti er skipulagt í samstarfi við stjórn IÞÍ. Engin ákveðin embætti eru í fræðslunefnd. Ekki er æskilegt að allir fulltrúar í fræðslunefnd hætti á sama tíma. Netfang fræðslunefndar er fraedslunefnd.ii@bhm.is 

Tilgangur 

Tilgangur með starfi fræðslunefndar er að bjóða upp á fjölbreytt og áhugaverð námskeið sem svara væntingum félagsfólks, eru í takt við nýjustu gagnreyndu þekkingu innan iðjuþjálfunarfagsins og fylgja stefnum og straumum samfélagsins á hverjum tíma.  

Markmið 

Markmið nefndarinnar er að viðhalda og efla faglega þekkingu meðal iðjuþjálfa og þar með stuðla að aukinni fagvitund félagsfólks. Nefndin viðar að sér hugmyndum og óskum frá félagsfólki varðandi áhugavert efni. Auk þess fylgist hún með og miðlar upplýsingum er berast erlendis frá og varða sí- og endumenntun iðjuþjálfa, t.d. gegnum netið.  

Hlutverk og ábyrgð 

  • að stuðla að því að sú fræðsla sem í boði er, sé það sem félagsfólk sækist eftir og sjá til þess að fagleg gæði séu til staðar
  • að fulltrúar nefndarinnar mæti á fulltrúafundi félagsins og geri grein fyrir störfum liðins árs og framtíðaráætlunum
  • að stuðla að góðu samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands og Símenntun Háskólans á Akureyri
  • að efla fagþekkingu iðjuþjálfa með námskeiðum og fræðslufundum og stuðla þannig að sí- og endurmenntun félagsfólks

Samstarf

  • Stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands
  • Háskólinn á Akureyri – Iðjuþjálfunarfræðideild
  • Endurmenntun Háskóla Íslands (EHÍ)
  • Símenntun Háskólans á Akureyri (SÍMEY)
  • Erlendir og innlendir fyrirlesarar
  • Umsjónarmaður félagaskrár IÞÍ (framkvæmdastjóri þjónustuskrifstofu SIGL)
Þeir fulltrúar í fræðslunefnd sem bera ábyrgð á námskeiði eða fræðslu eru tengiliðir við fyrrnefnda aðila.  Samstarfið felur í sér skipulagningu námskeiða, hagnýta hluti eins og útvegun húsnæðis, tækjakosts, miðlun námsgagna og gerð kostnaðaráætlunar. Engir formlegir samningar liggja fyrir milli samstarfsaðila. 

Starfandi fræðslunefnd: Sjá stjórn og nefndir

Til baka Senda grein