Ljósið endurhæfingarmiðstöð

15.01.2026

Starf iðjuþjálfa í Ljósinu er mjög fjölbreytt og felst í að hámarka daglega færni og auka þannig lífsgæði þjónustuþega. Ljósið er heilbrigðisstofnun og starfar með leyfi Landlæknis. Mánaðarlega sækja um 600 manns þjónustu í Ljósið.

 Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í iðjuþjálfun með íslenskt starfsleyfi
  • Hugarfar grósku og góðmennsku
  • Vinalegt viðmót og jákvæðni
  • Sjálfstæði, áreiðanleiki og stundvísi
  •  Framfærni og opin í samskiptum
  •  Almenn tölvuþekking og geta til að vinna með kerfi eins og Office 365, Kara Connect, Zoom ofl
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Innritun og útskrift þjónustuþega
  • Viðtöl við þjónustuþega Ljóssins 
  • Gerð endurhæfingaráætlana 
  • Þverfagleg teymisvinna
  • Fræðslufyrirlestrar og námskeið
  • Önnur tilfallandi verkefni 

Ljósið er spennandi vinnustaður og býður meðal annars upp á:

  • 36 stunda vinnuviku 
  • Margrómaðan grænmetishádegisverð 
  • Fjölbreytt tækifæri til að taka þátt í mótun þjónustu við krabbameinsgreinda á Íslandi
  • Líflegt og skemmtilegt starfsumhverfi, og frábært samstarfsfólk 
  • Stimpilklukkulaust umhverfi

    Fyrirspurnir um starfið veitir Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins í síma 695-6636.
    Umsóknarfrestur er til og með 23. janúar og umsóknir berist til erna@ljosid.is .

Til baka Senda grein