Sérhæfður aðstoðarmaður iðjuþjálfa á Landakoti
25.11.2025
Iðjuþjálfun á Landakoti vill ráða öflugan einstakling til starfa sem aðstoðarmann. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni sem unnin eru undir leiðsögn iðjuþjálfa. Áhugavert starf sem býður upp á fjölda tækifæra og óskum við sérstaklega eftir umsóknum fá iðjuþjálfanemum.
Í iðjuþjálfun á Landspítala starfa yfir 30 iðjuþjálfar og aðstoðarmenn sem dreifast víða um spítalann. Störfin eru fjölbreytt og gefst starfsfólki tækifæri á að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins. Mikið faglegt starf er unnið og eru ýmsir möguleikar á endurmenntun. Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti nýju starfsfólki og veita góða aðlögun. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Svanborgu Guðmundsdóttur, yfiriðjuþjálfa á Landakoti til að fá nánari upplýsingar.
Starfshlutfall er eftir samkomulagi og unnið er í dagvinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Vinnuvika í fullu starfi er 36 klukkustundir.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Þjálfun einstaklinga með færniskerðingu undir leiðsögn iðjuþjálfa
-
Halda utan um og taka þátt í hópastarfi
-
Sinna eftirliti með búnaði og hjálpartækjum
-
Taka þátt í öðrum störfum innan iðjuþjálfunar eftir þörfum
Hæfniskröfur
-
Nemi í iðjuþjálfun æskilegt
-
Menntun sem nýtist í starfi kostur t.d. þroskaþjálfun, íþróttafræðingar, o.s.frv.
-
Hæfni í mannlegum samskiptum
-
Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
-
Almenn tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Iðjuþjálfafélag Íslands hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, iðjuþjálfun, endurhæfing
Tungumálahæfni: íslenska 4/5
Staðsetning: Túngata, 101 Reykjavík
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 01.12.2025
Nánari upplýsingar veitir
Svanborg Guðmundsdóttir
Tölvupóstur: svanborg@landspitali.is