Yfirumsjón með iðjuþjálfun á Seltjörn
17.03.2025
Hjúkrunarheimilið Seltjörn auglýsir eftir framúrskarandi iðjuþjálfa frá 1. júní eða eftir samkomulagi. Dagvinna með sveigjanlegum vinnutíma.Um er að ræða fjölbreytt og gefandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling. Starfshlutfall er samkomulagsatriði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf til starfsréttinda í iðjuþjálfun
- Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
- Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
- Reynsla af störfum með öldruðum kostur
- Jákvæðni og framúrskarandi samskiptahæfileikar
- Íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
- Stytting vinnuvikunnar
- Styrkur til heilsueflingar
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á þeirri iðjuþjálfun sem veitt er
- Skráning og skýrslugerð
- Fræðsla og skipulagning starfa aðstoðarfólks iðjuþjálfa
- Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í hópastarfi
- Þátttaka í þverfaglegu teymi
- Þátttaka í fagþróun
Seltjörn er nýlegt hjúkrunarheimili sem opnaði í byrjun árs 2019 og er staðsett á vestanverðu Seltjarnarnesi í grennd við náttúruperluna Gróttu. Á Seltjörn eru 40 íbúar sem búa á fjórum 10 manna einingum þar sem hver er með eigið herbergi með sér baðherbergi. Þar að auki er dagdvöl með 24 dagdvalarrýmum. Seltjörn er eitt af þremur hjúkrunarheimilum Vigdísarholts.
Frekari upplýsingar um starfið má fá hjá svana@sunnuhlid.is og johanna@skjolgardur.is