Fréttir

Jólakveðja frá formanni - 18.12.2025

Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar ljóss og friðar. Þakka samstarfið á árinu sem er að líða. Sérstakar þakkir fá fulltrúar í stjórnum, nefndum og ráðum félagsins - ykkar framlag er ómetanlegt og grunnur að sterku og lifandi fag- og stéttarfélagiJolakvedja_formadur_2025

Lesa meira

Doktorsvörn Olgu Ásrúnar - 5.12.2025

Fyrir skömmu varði Olga Ásrún Stefánsdóttir, iðjuþjálfi og aðjúnkt við Iðjuþjálfunarfræðideild HA doktorsrannsókn sína.  Vörnin fór fram í Bergen í Noregi, nánar tiltekið við Norway University of Applied Sciences og var hægt að fylgjast með í streymiOlga-asrun

Lesa meira

Iðjuþjálfun í verki - 29.10.2025

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er þann 27. október ár hvert. Iðjuþjálfar um allan heim nýta tækifærið til að fagna faginu og kynna störf sín. Iðjuþjálfar hér á landi eru á fimmta hundrað, flest starfa á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi. Þema alþjóðlega dagsins er „Iðjuþjálfun í verki.“

Iðjuþjálfun er vaxandi faggrein um allan heim og viðfangsefnin fjölbreytt. Leiðarljós í starfinu er ávallt að standa vörð um og efla iðju, þátttöku, heilbrigði og velferð einstaklinga, hópa og samfélaga. Iðjuþjálfar eru löggild heilbrigðisstétt með fjögurra ára háskólamenntun að baki og starfsleyfi frá Embætti landlæknisGrein_skodun

Lesa meira

Málþing: Iðjuþjálfun í verki - 29.10.2025

Samkvæmt hefðinni stendur fræðslunefnd IÞÍ fyrir málþingi í samstarfi við stjórn félagsins í tilefni af alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar. Yfirskriftin í ár er „Iðjuþjálfun í verki“ og hefst viðburðurinn kl. 15:00 í Borgartúni 27, 2. hæðDagskra-malthing-2025

Lesa meira